Friday, September 08, 2006

komin með nýtt blogg...

hæ allir sem nenna að kíkja á mig hér í þessi fáu skipti sem ég skrifa...
bara að láta ykkur vita að ég er komin á blog.is

kikið á www.sveinhildur.blog.is

vonandi að innblásturinn verði mér meiri þar.. ; )

lifið heil*

Sveinhildur

Saturday, June 10, 2006

spítalasaga... : (

þá er maður búin að upplifa að vera á sjúkrahúsi..og það ekki bara í fyrsta skipti í Belgíu, heldur í fyrsta skipti á minni ævi sem ég hef þurft að liggja á spítala. Ég var reyndar mjög dugleg sem krakki við að koma mér á slysó enda klaufsk með afburðum, og er reyndar enn...hmm.. En það var þó ekkert með klaufaskap að gera sem ég fór inn á spítala í þetta skiptið.. ó, nei.. ég einfaldlega vaknaði á mánudaginn síðasta og átti mjög erfitt með andardrátt, var búin að vera með særindi í hálsinum og ljótan hósta frá því kvöldið áður, en sem sagt á mánudagsmorgun gat ég bara ekki andað almennilega, ég þarf ekki að segja ykkur hversu hrædd ég varð, og þá var náttúrulega miklu erfiðara að anda líka, en Rodolfo náði að róa mig og hringdi á vin okkar sem kom um leið og keyrði mig upp á bráðavakt.. þar var ég sett í allskonar monitora og hjartarit og lungnamyndatöku og ég veit ekki hvað og hvað, og það var ekki fyrr en að sérfræðingur háls, nef og eyrna kom sem þeir gátu greint hvað væri að, ég var sem sagt komin með sýkingu í öndunarfærin, n.t.t í epiglottis og larynx, fyrir þá sem eru inni í læknisfræðinni...þetta gerist víst venjulega bara hjá litlum börnum, en læknirinn sagði að ónæmiskerfið mitt hefði greinilega hrunið vegna mikillar þreytu á álags eða stress...(fullt af prófum að gera út af við mig). Ég var svo á spítalanum í 2 nætur og 3 daga. Ég er enn rosalega kvefuð, en í dag er fyrsta skipti sem ég fór út. Fannst betra að vera deginum lengur inni, jafnvel þó það sé alveg rosalega heitt og sól hér, heldur en að vera að fara strax út og svo kanski verða veik aftur, nei takk!!
Ég er búin að missa af 3 prófum, en ég ætla að reyna við einhver próf í næstu viku, en þó án þess að lenda í of miklu stressi...bara að taka þessu öllu saman með stóískri ró...
Svo erum við að koma heim í sumar... komum í lok júní og verður fram í miðjan ágúst!! Við erum farin að hlakka til....bara 17 dagar.. ha, pabbi ?

en ég læt heyra af mér fljótlega...
hafið það gott...

sveinhildur

Wednesday, May 31, 2006

og enn eitt prófið búið...

jæja, þá var það næringarfræðin í dag, helmingurinn af prófinu, og svo er hinn helmingurinn á föstudaginn. Það gekk bara alveg rosalega vel, ég var eiginlega hálfhissa á sjálfri mér, svei mér þá. Þetta var munnlegt próf sem við þurftum þó að undirbúa skriflega. maður var svo spurður spjörunum úr, og já, það gekk rosalega vel. Nú er bara að vona að föstudagurinn gangi vel, það er mjö g prktískt próf og yfirleitt töluvert um fall í því.. við þurfum að setja saman morgunverði og kvöldverði, þar sem fara þarf eftir hinum ýmsu, ótrúlegu reglum, t.d að í morgunmat má bara nota 25% af allri orku sem á að nota yfir daginn, og innan þessara 25% verður maður að reikna út matvæli þannig að í heildina noti maður ekki meira en 55 af kolvetnum, og max. 30 % af fitu og það er ekki sama hvaða fita og svo framvegis og svo framvegis, eiginlega hálfgert pússluspil...

svo er bara það sama...ömurlegt veður....rigning og leiðindi....en það á að fara að rætast úr þessu, vonandi síðasti rigningardagurinn á morgun, og svo næstu daga sól og í kringum 20 stig..það verður nice.

hafið það sem best. ég er farin að lesa..
knús, knús*
svt

Monday, May 29, 2006

1 down 13 to go....

Efnafræðin búin...úfff...!!!
Ekki var það auðvelt!! En bara hugsa jákvætt, og byrja að undirbúa næsta próf, næringarfræðina. Eins og maður segir hér í belgíunni : " Ik zie het zitten" bein þýðing: " ég sé það sitjandi" sem vill segja að ég býst við að það eigi eftir að ganga vel það próf... : ) enda mjög áhugavert til lestrar... allt um vítamín, steinefni, fitu, sykur og allt þetta sem við setjum ofan í okkur, og svo hvaða gagn gerir þetta okkur, hvað mikið megum við borða af hvaða flokki (fæðuhringurinn) og hvað margar kaloríur af hinu og þessu....sem sagt allt saman mjög praktískt.. : )

fróðleikskorn dagsins: á hverjum degi verðum við að fá 70 mg af C - vitamini, og það fáum við t.d úr kiwi, appelsínum, kartöflum (passa að sjóða ekki í of miklu vatni, og meira í nýjum kartöflum), jarðaberjum, gulrótum o.fl. Engar áhyggjur ef við fáum meira en 70 mg af C - vítamíni, því þetta vítamín skolast út með þvagi ef við erum komin með of mikið...
C - vítamín er líka mjög gott sem anti - oxidant, fólk sem reykir ætti því að gera sitt besta til að taka inn nóg af þessu vítamíni, því það hjálpar við að hreinsa "free radicals" úr líkamanum. En þeir geta verið krabbameinsvaldandi!!!

jæja, nóg um þetta í bili kanski segi ég ykkur eitthvað um fitusýrur á morgun.... bara svona til að æfa mig, þetta er ansi góð aðferð...

knús, knús**

Sveinhildur

Friday, May 26, 2006

Mömmukaffi...

hæ..
jæja, þá er törnin byrjuð...búin að vera lesa undir próf síðustu daga, og er farin að sjá minna, og minna af mínu nánasta umhverfi hér í Gent...fer varla út úr húsi...þetta gengur bara svo hægt, þvílíkir doðrantar sem maður þarf að komast í gegnum...o boy...EN hvað mun bjarga mér, ég er búin að komast að því!! Ég tók niður kaffivélina, gamaldags, og er byrjuð að búa til alvöru mömmukaffi...eigum nefnilega svona nýtísku Senseo vél, og mér finnst það bara ekki eins gott og alvöru kaffi...svo mmm...nú er ég sko orðin upptúnuð of koffíni og með nóga orku. Er líka að taka einhvern power orku kúr, því síðast í prófunum var ég svo þreytt, að það var ekki eðlilegt!!

Rodolfo er líka að fara í próf í næstu viku, en hann er búinn í trompet prófinu og að sjálfsögðu brilleraði þar alveg...fékk 18 sem er alveg ótrúlega há einkunn!! Gott að annað okkar allavegana er með góðar einkunnir...veit ekki hvernig verður með mig...??

Svo er búið að vera alveg ömurlegt veður, sem spillir nú ekki fyrir, svo það er fínt að vera bara inni...það má vera kalt og rigning út júni mánuð mín vegna..

er að fara að horfa á Wag The Dog núna.. better go...

ÁFRAM FH!!!!!

SVT

Wednesday, April 26, 2006

Moskító.....Arrrrrrrg....

jæja, það kom að því...fyrsta árás moskítóflugunnar....3 ansi myndarleg bit...ferlega var ég ánægð þegar ég vaknaði í morgun, sérstaklega þar sem ég er með ofurofnæmi fyrir þessum blessuðu bitum. En þetta er það sem þarf að borga fyrir góða veðrið...búið að vera rosalega heitt og gott veður undanfarna daga og von á áframhaldi af því...svo það er bara að kaupa flugnabana prinsessunet og vona það besta : )

Svo var ég valin útlendingur ársins af saumaklúbbs vinkonum mínum... ég sver það ég vissi ekki hvað var í póstkassanum , hmmm...kort frá Íslandi og enginn sendandi skrifaður...hmm...best að opna, új...kort með fullt af hjörtum, o my...hver er að senda mér ástarjátningu frá Íslandi...hmm...ég var smá stund að opna kortið með Rodolfo við hliðina á mér, hann var nú pínu forvitinn líka, og viti menn....engin ástarjátning.. : ) heldur æðislega sætt kort frá stelpunum með titlinum útlendingur ársins, æ, þetta var svo sætt.....ég táraðist alveg...takk kærlega stelpur....ekkert smá sætt....ég sakna ykkar*


svo eru það prófin, þetta er allt farið að nálgast svo skelfilega....úff...ég er held ég á mörkunum að fara yfir um, mér finnst bara svo erfitt að byrja að "blokka" eins og það er kallað hér að læra undir próf, ef það er engin almennileg pressa á mér...en ég verð í alvörunni að fara að byrja á þessu...svo er verkefnaskil, er að gera, eða á að vera að gera verkefni um eldra fólk með sykursýki, þarf að byrja á þessu líka....sem betur fer er frí á mánudag og þriðjudag, fáum einn dag extra í frí...

er að reyna að byrja heilsuátak líka....úff það er svona svipað með það eins og lærdóminn....málið er að þegar maður heyrir talað um hvað er hollt og hvað er óhollt allan liðlangan daginn... úff manni finnst eins og það megi bara ekki neitt....en það er að sjálfsöðu ekki rétt...allt í réttum balans!!!
jæja, nóg um mig í bili....

hafið það gott....
kærar...
Sveinhildur

Sunday, April 02, 2006

Bailando con Mucho Gusto

Mucho Gusto tonleikar, í gær, vá þvílíkt stuð! Mucho Gusto er Latin Big Band sem Rodolfo spilar í, þarna eru saman komnir margir af bestu tónlistarmönnum í Belgíu, sólistar úr hinum ýmsu sinfóníuhljómsveitum Belgiu, og stofnuðu þeir þetta band til að gera eitthvað annað sér til ánægju og afslöppunar. Þeir eru með 2 aðalsöngvara með sér, 3 bakraddir og evrópumeistarana í suðuramerískum dönsum, við erum að tala um ansi flott "show" . Verandi kærasta eins af meðlimunum þurfti ég ásamt hinum kærustunum og eiginkonunum að vinna, og ég var á barnum...brjálað að gera, það sem þessir belgar geta drukkið af bjór er algjör snilld!

En að allt öðru... ég er komin í páskafrí. Og eins og ég sagði ykkur síðast er Vigdís að koma í heimsókn, og ekki nóg með það, heldur er Raimundo, vinur Rodolfo líka að koma í heimsókn, svo það verður margt um manninn..eins gott að vera dugleg að læra fyrstu vikuna....

Ég fór í klippingu í gær, komin aftur með stutt hár, ekkert smá ánægð, ég skil ekkert af hverju ég læt hárið á mér alltaf vaxa...ég er alltaf svo ánægð þegar ég er búin að klippa mig, og ég verð að segja, þetta er eiginlega í fyrsta skipti í 6 ár, sem ég er virkilega ánægð með klippingu hér í Belgíu, það er sko allt annar standard hér heldur en heima á Íslandi, á Íslandi er allt svona miklu miklu betra...ekki spurning!!

en núna út á video leigu....


chao*