jæja, það kom að því...fyrsta árás moskítóflugunnar....3 ansi myndarleg bit...ferlega var ég ánægð þegar ég vaknaði í morgun, sérstaklega þar sem ég er með ofurofnæmi fyrir þessum blessuðu bitum. En þetta er það sem þarf að borga fyrir góða veðrið...búið að vera rosalega heitt og gott veður undanfarna daga og von á áframhaldi af því...svo það er bara að kaupa flugnabana prinsessunet og vona það besta : )
Svo var ég valin útlendingur ársins af saumaklúbbs vinkonum mínum... ég sver það ég vissi ekki hvað var í póstkassanum , hmmm...kort frá Íslandi og enginn sendandi skrifaður...hmm...best að opna, új...kort með fullt af hjörtum, o my...hver er að senda mér ástarjátningu frá Íslandi...hmm...ég var smá stund að opna kortið með Rodolfo við hliðina á mér, hann var nú pínu forvitinn líka, og viti menn....engin ástarjátning.. : ) heldur æðislega sætt kort frá stelpunum með titlinum útlendingur ársins, æ, þetta var svo sætt.....ég táraðist alveg...takk kærlega stelpur....ekkert smá sætt....ég sakna ykkar*
svo eru það prófin, þetta er allt farið að nálgast svo skelfilega....úff...ég er held ég á mörkunum að fara yfir um, mér finnst bara svo erfitt að byrja að "blokka" eins og það er kallað hér að læra undir próf, ef það er engin almennileg pressa á mér...en ég verð í alvörunni að fara að byrja á þessu...svo er verkefnaskil, er að gera, eða á að vera að gera verkefni um eldra fólk með sykursýki, þarf að byrja á þessu líka....sem betur fer er frí á mánudag og þriðjudag, fáum einn dag extra í frí...
er að reyna að byrja heilsuátak líka....úff það er svona svipað með það eins og lærdóminn....málið er að þegar maður heyrir talað um hvað er hollt og hvað er óhollt allan liðlangan daginn... úff manni finnst eins og það megi bara ekki neitt....en það er að sjálfsöðu ekki rétt...allt í réttum balans!!!
jæja, nóg um mig í bili....
hafið það gott....
kærar...
Sveinhildur